Víðsjá

Xiuxiuejar, Anselm Kiefer og arkítekt við dómkirkjuna í Rouen

Hekla Magnúsdóttir byrjaði níu ára gömul læra á selló en þegar hún kynntist þeramíni á unglinsaldri þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hefur þetta forláta hljóðfæri verið henni stöðugur innblástur og uppspretta sköpunar. Hekla fékk viðurkenningu úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara þann 16. júní síðastliðinn, en sjóðurinn heiðrar árlega tónlistarfólk með fjárframlagi. Síðasta plata Heklu kom út í fyrra og kallast hún Xiuxiuejar, sem þýðir hvísla á katalónsku. Við ætlum kynnast Heklu betur í þætti dagsins og hennar einstaka hljóðheimi.

Þýski myndlistarmaðurinn Anselm Kiefer hefur ítrekað reynt lesa þessa bók Finnegans Wake. Fyrr í þessum mánuði opnaði samnefnd sýning Kiefers í White Cube Bermondsey í London sem segja óður til bókarinnar og efni hennar og texti er alltumlykjandi. Auk þess sem hann vísar í æsku sína og leikfangasmíði í rústum heimilis fjölskyldu hans. Salurinn í White Cube er algjör geimur og er eins og sprengja hafi lent í honum. Steinsteypubrot eru á víð og dreif, innan um gaddavír og annað brak. Það ásamt öðrum innsetningum, skúlptúrum og málverkum á sýningunni kann gefa af sér hamfarakenndan blæ, fullan af eyðileggingu en Kiefer segir þarna sjái hann aðeins upphaf. Þetta á sér rætur í hans eigið upphaf, Kiefer er fæddur árið 1945 á lokametrum síðari heimsstyrjaldarinnar í Donaueschingen, fallegum í svartaskógi í suður Þýskalandi. Við ræðum við Margréti Tryggvadóttur formann rithöfundasambandsins sem nýlega gerði sér ferð í White Cube.

Og við höldum áfram ferð okkar með Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt um Frakkland, í þetta sinn fer hún meðal annars til Rúðuborgar og dáist þar formfagurri dómkirkjunni og til fjalls Mikjáls erkiengils, þar sem hún klífur snarbrattar tröppur virkisveggjanna.

Frumflutt

26. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,