Víðsjá

Með Guð í vasanum, Húsvörðurinn og Liczba doskonala

Kvikmyndin Liczba doskonala eða Hin fullkomna tala úr smiðju pólska kvikmyndagerðarmannsins Krzysztof Zanussi verður sýnd á miðvikudag á Pólskum kvikmyndadögum sem haldnir eru þessa dagana í áttunda sinn í Bíó Paradís. Myndin lætur sig varða stóru spurningarnar um formgerð heimsins, kærleikan, guð og dauðann. Við heyrum í leikstjóra myndarinnar í þætti dagsins. Árni Már Viðarsson opnaði fyrir helgi myndlistarsýninguna Húsvörðurinn á hinu sögufræga kaffihúsi Mokka við Skólavörðustíg en hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir olíumálverk sín, seríu af öldum sem eru keimlíkar en ólíkar. Júlía Aradóttir mun ræða við Árna í þætti dagsins. Og nýr leikhúsrýnir Víðsjár, Trausti Ólafsson, rýnir í leikverkið Með Guð í vasanum sem frumsýnt var á fjölum Borgarleikhússins um helgina.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,