• 00:02:45Fjallaloft
  • 00:18:25Sund / leikhúsrýni
  • 00:26:51Hanna frá Jaðri

Víðsjá

Fjallaloft, Sund og Hanna frá Jaðri

Sýningin Fjallaloft hefur staðið gestum og gangandi opin í Listasal Mosfellsbæjar síðan 11. Ágúst. Sýningin er fyrsta einkasýning Henryks Chadwick Hlynssonar og samanstendur af landslagsmálverkum sem vega salt milli náttúruraunsæis og impressjónisma; þar sem Henryk leitast við gefa nákvæma eftirmynd af jöklum og fjöllum en miðla á sama tíma upplifun þess sem horfir. Henryk hefur undanfarin ár starfað sem fjallaleiðsögumaður og byggir hann verkin af þeirri reynslu sinni af starfinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttur rýnir í nýtt íslenskt leikverk sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíó, Sund eftir leikhópinn Blautir búkar. Í sumar var uppi sýning á verkum Hönnu á heimaslóðum hennar á Höfn í Hornafirði, sem er því miður nýlokið, en hún mun opna aðra sýningu innan skamms í Kópavogi, einhversstaðar við jaðar bæjarins. Hanna byrjaði feril sinn sem vöruhönnuður, en eftir allskyns krókaleiðir, sem lágu meðal annars um álverið og hjúkrunarfræði, vinnur hún myndlist sem hverfist miklu leiti um tungumálið.

Frumflutt

5. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,