ok

Víðsjá

Kriðpleir í svipmynd og Djöfulsins snillingur

Sjálfsalinn heitir nýtt útvarpsleikverk leikhópsins Kriðpleirs sem frumflutt verður um páskana. Kriðpleir er skipaður þeim Ragnari Ísleifi Bragasyni, Friðgeiri Einarssyni, Árna Vilhjálmssyni og Bjarna Jónssyni og þeir vita vel að tilveran er full af reddingum og misvel borguðum giggum. Í Sjálfsalanum hefur Ragnar ráðið sig í fast starf og sagt skilið við félaga sína í harkinu, þá Friðgeir og Árna. En tálsýnir lausamennskunnar lifa og fyrr en varir stefnir hugurinn í eina átt: Beint í næsta gigg. Ragnar Ísleifur og Friðgeir eru gestir Víðsjár í svipmynd og ræða páskapopp, kvikmyndina Bodyguard, sálfræði leikhússins og margt fleira.

En við hefjum þáttinn á sviðslistarrýni frá Nínu Hjálmarsdóttur sem fór að sjá verkið Djöfulsins snillingur sem sýnt er í Tjarnarbíó.

Frumflutt

5. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,