Stefnumót við Sturlunga

Þáttur 24 af 30

Í þættinum er kynnt leikrit Indriða Einarssonar Sverð og bagall og flutt brot úr útvarpsflutningi á því frá 1961. Hluti af inngangi Andrésar Björnssonar sem lesinn var á undan flutningi leikritsins á sínum tíma hljómar einnig og endingu er rætt við Svein Einarsson.

Atriðin í leikritinu eru:

Húsþing á Flugumýri, Járngrímur og Þórólfur í hellinum við Kolbeinsá og samtal Kolbeins og Bótólfs biskups í Hólakirkju.

Í leikatriðunum koma fram leikararnir:

Brynjólfur Jóhannesson, Róbert Arnfinnsson, Arndís Björnsdóttir, Guðrún Stephensen, Baldvin Halldórsson, Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Helgi Skúlason, Lárus Pálsson og Jón Sigurbjörnsson.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

Frumflutt

24. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Stefnumót við Sturlunga

Stefnumót við Sturlunga

Fjallað er um Sturlungasögu og rætt við leika og lærða um söguna, sögusviðið og einstakar persónur frá ýmsum sjónarhornum.

Umsjón: Einar Karl Haraldsson.

(Áður á dagksrá 1984-85)

Þættir

,