Morgunútvarpið

12. des. -Jólabókaverðstríð, jólahefðir og öryggis- og varnarmál.

Nettó og Bónus virðast eiga í jólabókaverðstríði þessi jólin samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Benjamin Julian frá verðlagseftirliti ASÍ segir okkur frá verðstríðinu og hvernig verðlag er þróast á þessum helstu vörum fyrir jólin.

Stekkjastaur kom til byggða í nótt. Eflaust hafa mörg börn átt örlítið erfitt með svefn í gærkvöldi og jafnvel inn í nóttina. Jólin geta valdið talsverðu álagi á taugakerfi barnanna okkar. Við ræðum hvað við getum gert til gera jólin sem ánægjulegust og minnst kvíðavaldandi við Lindu Björk Oddsdóttur sálfræðing á Sálstofunni.

Við höldum áfram ræða varnar- og öryggismál en í gær ræddum við við skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins um uppbyggingu á varnarsvæðinu. Í dag ræðum við við Guttorm Þorsteinsson, formann Samtaka hernaðarandstæðinga.

Adriana Karólína Pétursdóttir, formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum jólapartý fyrirtækja en breska dagblaðið The i Paper fjallaði á dögunum um það yngra starfsfólk hafi minni áhuga á slíkum veislum og benti á rannsóknir sem sýna fram á einungis einn af hverjum fjórum í Bretlandi vilji áfengi haft við hönd á viðburðum sem tengjast vinnunni.

Andrea Guðmundsdóttir, aðjúnkt og fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, ræðir við okkur um manneskju ársins hjá bandaríska tímaritinu Time sem greinir frá vali sínu í dag en birti í fyrradag lista yfir þá sem koma til greina í ár.

Terry Gunnell, þjóðfræðingur, ræðir við okkur um jólahefðir í lok þáttar.

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

12. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,