Morgunútvarpið

27. Sept. -Bodö/Glimt, saga stjórnarslita, fjárlagapakkinn og fréttir vikunnar.

Vísir fjallaði um það í gær leikmenn norska liðsins Bodö/Glimt hefðu neyðst til ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í fyrradag, en ferðalagið tók um eina mínútu. Eins og Íslendingar þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, hefur til mynda gagnrýnt þetta, sagt það megi alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þær fjárfestingar nýtist okkur en kannski kominn tími til fara setja spurningamerki við kröfur annara. Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og stjórnarmaður í KSÍ, gagnrýndi þessa nálgun varaborgarfulltrúans. Við ætlum ræða þessi mál við Mána og hvort reglur UEFA standi íslenskum félögum fyrir þrifum.

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths verður á línunni frá Bretlandi eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ætlum ræða stöðuna í breskum stjórnmálum. Hart var tekist á landsfundi Verkamannaflokksins sem haldinn var í vikunni þrátt fyrir flokkurinn sitji við stjórnvölinn og Kier Stamer, forsætisráðherra, mælist óvinsælli en forveri hans Rishi Sunak.

Við ætlum aðeins ræða átakalítil stjórnarslit. Ef svo segja. óbreyttu verður til­laga um slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Vinstri Grænna, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins lögð fram á lands­fundi VG. Svandís Svavardóttir innviðaráðherra sagðist fyrr í vikunni hlynnt vorkosningu. Hefur það gerst ríkisstjórnum slitið án þess eitt ákveðið mál valdi? Sigurður Pétursson sagnfræðingur tekur okkur í örlitla sögustund.

Viðskiptaráð hefur sent frá sér áhugaverða greiningu á fjárlagafrumvarpi 2025 sem gefið var út á dögunum. Þar kemur meðal annars fram Embætti forseta Íslands kosti í heild jafnmikið og Verkefnasjóður Sjávarútvegsins. Ragnar Sigurður Kristjánsson, sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs lítur við hjá okkur.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Arnari Þór Jónssyni, lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og Sönnu Magdalegu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Tónlist:

Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.

Arctic Monkeys - Fluorescent Adolescent.

Retro Stefson - Velvakandasveinn.

Flott - Segðu það bara.

Beyoncé - Bodyguard.

Bombay Bicycle Club - Eat Sleep Wake.

Aretha Franklin - A Natural Woman.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

27. sept. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,