ok

Morgunútvarpið

Neistaflug á Neskaupsstað, lögreglustjóri um stöðuna í Grindavík, hvernig forseti verður Halla Tómasdóttir og staðan í Miðausturlöndum

Við héldum áfram að taka púlsinn á þeim hátíðum sem fram fara um verslunarmannahelgina sem er fram undan. Í dag heyrðum við í Maríu Bóel Guðmundsdóttur, en hún sér um framkvæmd Neistaflugs í Neskaupsstað.

Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík og þá sé ekki hægt að útiloka að gossprunga geti opnast inn í Grindavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem hann sendi frá sér eftir að nýjasta hættumat Veðurstofunnar kom út. Gist er í um það bil 30 húsum í Grindavík þessa dagana og hefur lögreglustjóri áhyggjur af því. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum var á línunni hjá okkur.

Í dag tekur nýr forseti lýðveldisins við en setningarathöfnin hefst í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur. Athöfnin verður í beinni útsendingu á RÚV. Þar verður Halla Tómasdóttir svarin inn sem Forseti Íslands. En hvernig forseti verður Halla, svona miðað við kosningabaráttuna og hennar líf og störf fram að þessu. Til að þess að rýna í þessa kristalkúlu heyrðum við í Guðmundi Heiðari Helgasyni, almannatengli hjá auglýsingastofunni Tvist.

Og svo litum við til Miðausturlanda. Allt virðist vera þar á suðupunkti; ísraelski herinn hefur gert nær linnulausar árásir á Gaza í tæpa tíu mánuði, í kjölfar árásar Hamas samtakanna á Ísrael og gíslatöku þar í október. Upp frá þessu hafa deilur fyrir botni miðjarðarhafs harnað. Sumir segja það einungis tímaspursmál þar til enn fleiri lönd dragist inn í þessi hatrömmu átök og styrjöld skelli á. Til þess að fara yfir stöðuna í Miðausturlöndum kom til okkar Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Miðausturlandafræðum við Háskóla Íslands.

Lagalisti:

Stjórnin - Í augunum þínum

Zach Bryan - Pink Skies

Guðmundur R - Orð gegn orði

Laddi og Hljómsveit mannanna - Tíminn

Bill Withers - Lean On Me

Iceguys - Gemmér Gemmér

Ragnhildur Gísladóttir, Stuðmenn og PATRi!K - Fegurðardrottning

Womack & Womack - Teardrops

Una Torfadóttir - Um mig og þig

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

1. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,