ok

Bara bækur

Barnabókmenntir: Ungir höfundar, Jessica Love, Sven Nordqvist og fleira

Sögur fyrir yngra fólkið okkar eru í fararbroddi þessa vikuna. Barnamenning hefur verið allsráðandi á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og við látum það lita þáttinn í dag.

Við ræðum við fjóra unga og upprennandi rithöfunda, aðeins slembiúrtak af stórum hópi krakkahöfunda í 3. bekk Vesturbæjarskóla en þau voru að skrifa sögur og héldu útgáfuhóf, eins og gert er með allar góðar bækur. Heyrum sögurnar og aðeins um þær hér á eftir.

Skemmtilegt viðtal við Jessicu Love frá Bandaríkjunum. Bækur hennar eru afskaplega myndrænar, fjalla um Júlían. Þær eru stuttar en djúpar fjalla um fjölbreytileika mannflórunnar, og það að fullorðnast andspænis hefðum samfélagsins en líka í takt við síkvikt, lifandi og litríkt mannlífið.

Myndríku bækurnar um þá félaga Pétur og köttinn Brandur eftir sænska mynd- og rithöfundinn Sven Nordqvist hafa verið endurútgefnar og endurþýddar undanfarið en nokkrar þeirra komu út undir lok síðustu aldar í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Við förum í sænsku sveitirnar og ræðum við Ástu Halldóru Ólafsdóttur og Þorbjörgu Karlsdóttur.

Samtal við ritstjóra Lestrarklefans um lista BBC yfir 100 bestu barna og ungmennabækur allra tíma. Við förum í barnabókaferðalag í gegnum aldirnar með Rebekku Sif Stefánsdóttur og Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

12. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,