• 00:03:19Queer Situations upplestur
  • 00:10:48Ia Genberg
  • 00:33:08Eiríkur Laxdal: Hulduhöfundur Íslands

Bara bækur

Ia Genberg, Queer Situations og Eiríkur Laxdal

Sænski rithöfundurinn Ia Genberg var gestur á hinsegin bókmenntahátíðinni Queer situations. Nýjasta skáldsaga hennar, Smáatriðin (Detaljerne), kom henni rækilega á kortið árið 2022. Smáatriðin er metsölubók sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála, meðal annars ensku í fyrsta sinn og hefur hún vakið gríðarlega athygli, komst á stuttlista alþjóðlegu Booker verðlaunana í ár og hlaut einnig hin virtu Augustpriset verðlaun. Smáatriðin kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur hjá Benedikt bókaútgáfu árið 2023. Ia Genberg er gestur þáttarins.

Við segjum líka aðeins frá hulduhöfundi í íslenskri bókmenntasögu, Eiríki Laxdal Eiríkssyni, sem uppi var á 18. öld og byrjun þeirrar nítjándu. Undanfarna áratugi hefur betra ljósi verið brugðið á verk Eiríks sem lengst af voru bara til í handritum. Haldin var ráðstefna á dögunum í Eddu húsi íslenskunnar - „Óland kortlagt: Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi“ sem Árnastofnun og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir. Þar var markmiðið var vekja athygli á vanmetnu framlagi Eiríks Laxdal til bókmenntanna og bregða skýru ljósi á samhengi hans í bókmenntasögunni. Við ræðum við Lenu Rohrbach, prófessor við Háskólann í Basel í Svissog doktorsnemann Maditu Knöpfle en rannsóknir þeirra beggja hafa beinst Eiríki og þróun skáldsögunnar á 18. öld.

Viðmælendur: Ia Genberg, Lena Rohrbach og Madita Knöpfle

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

31. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,