Bara bækur

Han Kang fær Nóbelsverðlaun, Spegillinn í speglinum og Jarðljós

Fjallað um nýjan handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum, Han Kang. Við heyrum hvað Ingunn Snædal þýðandi Grænmetisætunnar eftir Kang og Brynja Hjálmsdóttir sem er ástríðufullur aðdáandi verka hennar hafa segja um nýja nóbelsskáldið.

Við flettum einnig í nýrri þýðingu á bók eftir þýska rithöfundinn Michael Ende, höfund barnabókastórvirkjanna Sögunnar endalausu og Mómó. Bókin heitir Der Spiegel im Spiegel á frummálinu eða Spegillinn í speglinum í þýðingu Sólveigar Thoroddsen, sem þekkir vel til verka Ende og alin upp við barnabækur hans. Sólveig segir betur frá þessari draumkenndu bók sem höfundurinn sjálfur kallaði „Söguna endalausu fyrir fullorðna“.

Og Gerður Kristný kemur í heimsókn í lok þáttar og segir frá sinni tíundu ljóðabók sem var koma út - Jarðljós.

Viðmælendur: Sólveig Thoroddsen, Ingunn Snædal, Brynja Hjálmsdóttir, Gerður Kristný.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

12. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,