ok

Bara bækur

Pólskar bókmenntir I: Papúsza og Ég brenni París

Pólskar bókmenntir á 20. öld eru í brennidepli í þættinum. Út er komin þýðing á ljóðum Papúszu, pólsku rómaskáldi sem nú er komin út í fyrsta sinn á íslensku í smáritaröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Maó Alheimsdóttir þýðir ljóðin og Sofiya Zahova skrifar ítarlega um ævi og verk Papúshu, sem er reyndar skáldanafn Bronislawa Wajs, og Sofiya staðsetur kveðskap hennar í samhengi við menningu rómafólks, sögu Póllands og heimsbókmenntir.

Svo hef ég verið að lesa aðrar pólskar bókmenntir sem hafa ekki verið þýddar á íslensku. Í dag segi ég frá bók frá 1928 eftir Bruno Jasienski sem heitir Ég brenni París, óbeisluð frásögn sem gerði allt vitlaust á sínum tíma ekkert síður en núna. Jasienski var sakaður um að boða niðurrif og glundroða og gerður brottrækur frá París í kjölfarið. Hann fór til Sovétríkjanna og var tekið vel á móti honum þar en innan við áratug síðar var hann drepinn í hreinsununum miklu í lok 4. áratugar.

Viðmælendur: Maó Alheimsdóttir, Sofiya Zahova og Kári Páll Óskarsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

22. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,