Bara bækur

Maístjarnan og Öld Gensins

Gyrðir Elíasson hlaut í vikunni ljóðabókabókaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabókatvennuna Meðan glerið sefur og Dulstirni. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn veita verðlaunin árlega fyrir útgefna ljóðabók. Verðlaunin, Þau var afhent í áttunda sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni og við ræðum stuttlega við verðlaunahafann.

Er brátt kominn tími til kveðja genið? Það er stór spurning sem hvílir yfir í síðari hluta þessa þáttar. Öld gensins eftir Evelyn Fox Keller kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns G. Arngrímssonar í Lærdómsritröð hins íslenska bókmenntafélags síðasta haust. Keller var einn fremsti vísindasagnfræðingur, heimspekingur og hugsuður samtímans sem nálgaðist vísindin af sterkri réttlætiskennd og heiðarleika. Skúli Skúlason líffræðingur og prófessor við háskólann á hólum skrifar inngang bókinni og kemur til okkar í lok þáttar og segir okkur betur frá erfðavísindum á tímamótum.

Viðmælendur: Gyrðir Elíasson og Skúli Skúlason.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

18. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,