Bara bækur

Samantekt: Armeló, Stjörnufallseyjur, Aksturslag innfæddra og Kjöt

Við lítum yfir dagskrá vetrarins og tínum til brot úr athyglisverðum viðtölum. Í dag verða íslenskar bókmenntir í fyrirrúmi. Þórdís Helgadóttir svikaskáld kemur og segir frá fyrstu skáldsögunni sinni Armeló, við ræðum við Jakub Stachoviak um Stjörnufallseyjur, við förum í bíltúr með Þórdísi Gísla hún segir frá smásögunum í Aksturslagi innfæddra og Bragi Páll Sigurðarson sneiðir nokkrar vænar kótilettur fyrir okkur - tölum við hann um skáldsöguna Kjöt.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

7. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,