Bara bækur

Framtíðarhorfur: Orbital, Friðsemd og Breiðþotur

Framtíðin er þema þáttarins þessa vikuna. Hvað ber hún í skauti sér? Möguleikar hins ókomna tíma. Þeir eru óteljandi. Og spádómar um framtíðina fylla upp í eyður stóru frásagnarinnar um manninn hvert stefnum við? Framtíðin, þetta snýst allt um hana - framtíðin er úr sama efni og nútíðin sagði franski heimspekingurinn Simone Weil. Framtíðin er ekki einhver sérstakur, óháður veruleiki hennar mati. Hún er hrein framlenging á því sem skapað er í núinu. Já, til eru allskonar kenningar um framtíðina. Er heimurinn hringrás eða getur hann endað? Slíkar kenningar eru líka ótæmandi. Rithöfundar hafa ótal oft gert sér mat úr þessu, hvernig gæti þetta allt saman litið út?

Við opnum nýjar bækur sem sem segja framtíðarsögur, sem spá í spilin og setja hið mögulega og hugsanlega á svið. Tvær skáldsögur komu út fyrir skemmstu hjá Benedikt útgáfu, fyrstu skáldsögur tveggja höfunda á svipuðu reki. Það eru bækurnar Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur og Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson. Tvær ólíkar bækur sem báðar kíkja í kristalskúluna og spegla samfélagsins í þáinu. En við förum líka út í geim, horfum á jörðina utan frá - hvað sjáum við þegar plánetan blasir við í heild sinni? Við rýnum aðeins í skáldsöguna Orbital eftir Samönthu Harvey sem hlaut Booker-verðlaunin nýverið.

Viðmælendur: Árni Matt, Brynja Hjálmsdóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Lesarar: Lóa Björk Björnsdóttir og Ari Páll Karlsson.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

23. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,