Bara bækur

Íslensku bókmenntaverðlaunin, Gengið til friðar og Akkiles í Víetnam

Við rifjum upp hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem styttist óðum í verði afhent, við gerum smá úrklippu úr umfjöllunum gagnrýnenda um nokkrar bækur.

Í bókinni Gengið til friðar: Saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju 1946 til 2006 er langur og ítarlegur kafli um áhrif herstöðvarinnar á íslenskar bókmenntir en mörg skáld gerðu veru hers á Íslandi og stríð yrkisefni sínu áratugum saman. Einar Ólafsson skáld og bókavörður segir frá.

Og stríð og bókmenntir halda svo áfram í lokin - við förum býsna langt aftur í vestrænni bókmenntasögu, eins langt og hægt er mætti alveg segja. Í lok þáttar fjöllum við um söguljóð Hómers, Ilíonskvðu. Gottskálk Jensson prófessor í bókmenntafræði kemur til mín og segir frá heiftarreiði Akkilesar, orsök og afleiðingum, meðal annars í samhengi við bókina Akkiles í Víetnam eftir bandaríska sálfræðinginn Dr. Jonathan Shay. Hvernig tala Hómerskviður til fólks næstum 3000 árum síðar?

Viðmælendur: Einar Ólafsson og Gottskálk Jensson

Upplestur: Svava Jakobsdóttir les úr Leigjandanum, Arnar Jónsson les ljóðið Stríð eftir Ara Jósefsson og Erlingur Gíslason les upphafið Ilíonskviðu

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

25. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,