Bara bækur

Tjörnin, Skólaslit 3, Nammidagur og 100 bestu barnabækur allra tíma

Þessa vikuna pælum við í bókmenntum fyrir yngri lesendur. Í lok þessa þáttar ræðum við aðeins lista Breska ríkisútvarpsins yfir 100 bestu barnabækur allra tíma. Ritstjórar menningarvefsins Lestrarklefinn, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir koma til mín og rýna í listann.

Og svo splunkunýjar bækur. Rán Flygenring, norðurlandameistari í barna- og ungmennabókmenntum 2023 var senda frá sér bókina Tjörnin. Við stingum okkur til sunds.

Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir koma til mín og segja frá nýju bókunum sínum Skólaslit 3: Öskurdagur og Nammidagur. Þetta eru unglingabækur, hrollvekjur með tilheyrandi uppvakningum, heimsslitum og mannáti en líka hetjudáð og ást. Við veltum fyrir okkur af hverju fólk elskar hrollvekjur í þætti dagsins.

Viðmælendur: Rán Flygenring, Rebekka Sif Stefánsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

14. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,