ok

Bara bækur

Pólskar bókmenntir II: Szymborska, Miłosz og Tokarczuk

Við höldum áfram í Póllandi í þætti dagsins. Pólskar bókmenntir á íslensku, við víkkum netið örlítið og lítum á þýðingarsöguna. Pétur Magnússon dagskrárgerðarmaður á rás 1 hefur mikinn áhuga á efninu og nefnir nokkur skáld, bækur og einstök ljóð sem hafa haft áhrif á hann.

Þá fjöllum við líka um nýja þýðingu á bók eftir Olgu Tokarczuk sem hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2019. Hús dags, hús nætur kom út fyrir skemmstu, skáldsaga frá 1998 sem skaut Olgu á stjörnuhiminninn. Árni Óskarsson þýðir en hann þýddi einnig skáldsögu Olgu Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, við ræðum stuttlega við hann um þýðinguna og heyrum líka brot úr viðtali við Olgu Tokarczuk þegar hún var hér á landi 2006 og Jórunn Sigurðardóttir en bæði hún og Sjón tóku viðtöl við höfundinn.

Viðmælendur: Olga Holownia, Pétur Magnússon, Árni Óskarsson og Olga Tokarczuk.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

29. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,