Bara bækur

Glæpafár á Íslandi, Óljós og Tídægra

Hér á landi hefur geisað glæpafár í bókmenntum í aldarfjórðung eða svo. Hið íslenska glæpafélag fagnar 25 ára afmæli á árinu, félag sem stofnað var þegar glæpasagnabylgjan var hefjast skömmu fyrir aldamótin, eitthvað sem þykir sjálfsagður hluti af jólabókaflóðinu í dag. Hvernig var landslagið fyrir þessa bylgju, hvað olli henni og hvað kemur næst? Ævar Örn Jósepsson formaður íslenska glæpafélagsins fer yfir stöðuna.

Geir Sigurðsson heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands var gefa út sína fyrstu skáldsögu sem kallast Óljós. Hún segir frá Leifi, háskólaprófessor á leið á eftirlaun sem ætlar fara til Kína, en ákvörðun kemur flatt upp á börn hans tvö. Þetta er einum þræði ferðasaga en inn í frásögnina er fléttað minningum af konu Leifs, Petru, sem fallin er frá sökum veikinda, auk heimspekilegra samræðna við samferðarfólk um tilgang og sannleika. Það leynast ýmis leyndarmál þegar litið er yfir ævi Leifs og óljósar minningar af hversdagslegum en afdrifaríkum atvikum fljóta upp á yfirborðið. Geir segir betur frá í þættinum.

Sjónvarpsþáttaröð birtist á Netflix í sumar sem byggð er á Tídægru eftir ítalska endurreisnarskáldið Giovanni Boccaccio frá 14. öld. Tídægra gerist á Ítalíu á tímum svarta dauða, plágunnar sem stráfelldi stóran hluta Evrópubúa á 14. öld. Ungt, ríkt og ættsterkt hefðafólk flýr skelfilega plágu, einangra sig á sveitasetri til þess sukka og segja sögur. En hvers vegna er Tídægra dúkka upp í Hollywood núna og af hverju er þetta merkilegt bókmenntaverk?

Viðmælendur: Geir Sigurðsson og Ævar Örn Jósepsson

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

28. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bara bækur

Bara bækur

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Þættir

,