Það er ekki auðvelt að vera orðinn eldgamall en búa samt ennþá heima hjá mömmu. Allra síst þegar mamma heitir Grýla og skammar mann fyrir að syngja, segja sögur og hjálpa til í eldhúsinu. Það er heldur ekki alltaf auðvelt að heita Stúfur og vera langminnstur af bræðrunum. Þannig að Stúfur hefur ákveðið að fara óvenjusnemma til byggða í haust. Mikill fjöldi barna hefur heimsótt jólasveinana í Dimmuborgir í Mývatnssveit síðustu árin. Af því að Stúfi finnst svo gaman að segja sögur hefur hann ákveðið að fara í heimsókn til Akureyrar og fletta ofan af fjörugu fjölskyldulífinu hjá Grýlu. Gleðistund með Stúfi ætti að kæta jólabörn á öllum aldri á aðventunni. P.S. Stúfur biður kærlega að heilsa og hlakkar til að hitta öll börnin fyrir jólin.
Hann vill þó að eftirtalin börn hagi sér betur en síðasta vetur: Ágústa Skúladóttir, Katrín Þorvaldsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Arnar Sigurðsson og Margrét Sverrisdóttir.
Frumsýnt
18. jan. 2018
Aðgengilegt til
28. feb. 2025
Jól
Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.