Börkur er að spegla sig og Reynir talar um að hann hlakki svo til að fara í jólaboðið um kvöldið. En Börkur er eitthvað stúrinn og eftir mikið japl jam og juður þá segir Börkur að það sé hárið á honum sem er að angra hann. Börkur biður Reyni um að klippa sig eins og Trjelfis. Reynir segir að hann kunni bara að klippa tré og runna en ekki hár en á endanum lætur hann undan og klippir Börk. Það misheppnast og Börkur verður rosa sár. Reynir finnur svo fínan hatt og setur á Börk og þá verður hann svaka ánægður og þeir drífa sig í jólaboðið.
Frumsýnt
3. apríl 2018
Aðgengilegt til
28. feb. 2025
Jól
Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.