Morgunútvarpið

18. nóv - Stjórnmál, samgöngumál og skógrækt

Við ætlum ræða samgöngumál í ljósi kosninganna fram undan í upphafi þáttar en Samtök um bíllausan lífsstíl standa á miðvikudaginn fyrir viðburði með frambjóðendum flokkanna þar sem ræða á almenningssamgöngur og fjárfestingar í innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Björn Teitsson er einn af skipuleggjendum og kemur til okkar.

Vöruvaktin er nýr vefur sem nýtist neytendum til varast gallaðar og hættulegar vörur. Til dæmis verður hægt finna upplýsingar um hættuleg raftæki, leikföng og öryggisbúnað barna sem búið er vara neytendur við kaupa. Herdís Björk Brynjarsdóttir, teymistjóri markaðsefirlits hjá HMS segir okkur betur frá því.

Við ætlum ræða við Gylfa Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um verstu mistök Íslandssögunnar, sem hann færir rök fyrir í nýrri grein í tímaritinu Vísbendingu séu þau ekki hafi verið hafin skógrækt hér á landi löngu fyrr en raunin varð. Við ræðum hver möguleg áhrif þess hefðu verið á íslenska þjóð og efnahag.

Spurt er á miðlinu The Guardian hvort endalok X séu í nánd.Tryggvi Freyr Elínarson samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Datera ræðir málið við okkur.

Íþróttir helgarinnar með Einari Erni Jónssyni.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Guðmund Karl Snæbjörnsson sem skipar annað sæti á lista Ábyrgrar framtíðar.

Nýdönsk - Fullkomið farartæki.

ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.

HJALTALÍN - The Trees Don't Like The Smoke.

Bubbi Morthens - Settu það á mig.

LAUFEY - Street by street.

Eilish, Billie - Birds of a Feather.

Dina Ögon - Jag vill ha allt.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

18. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,