Morgunútvarpið

10. okt - Tónleikastaðir, opinberir starfsmenn og Milton

Við ætlum halda áfram ræða húsnæðisuppbyggingu í upphafi þáttar, í þetta skiptið við Örnu Mathiesen, arkitekt, sem tekur í kvöld þátt í fyrirlestraröð þar sem fólk vill kanna hagkvæman húsnæðiskost sem býður upp á meiri nánd en vaninn er hér á landi.

Matarræði og mýtur - Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, aðjúnkt við Matvæla- og næringarfræðideild og doktorsnemi við

Breski fjölmiðillinn The Guardian fjallaði í gær um fækkun tónlistarstaða í Reykjavík og í umfjölluninni er haldið fram fjölgun ferðamanna og gistirýma hafi hreinlega gleypt tónleikastaði í þessari borg sem áður bjó þannig um hnútana listafólk blómstraði. Við ætlum ræða þessa úttekt við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt og tónlistarsérfræðing.

Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vakti athygli á þessu í gær og sagði villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera. Við ætlum ræða þessi mál við Arnald Sölva Kristjánsson, lektor við og sérfræðing í vinnumarkaðshagfræði.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur ræðir Milton við okkur. Milton var í byrjun dags skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur en hefur verið lækkaður niður í fyrsta stig.

Við gerum upp fyrstu opinberu heimsókn forsetans sem lauk í gær með Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem rýnir í klæðnað Höllu.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

10. okt. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,