Morgunútvarpið

26. ágúst

Almannavarnir standa í ströngu þessa dagana. Í þessum töluðu orðum eru í gildi 5 virk viðbragðsstig hjá Almannavörnum. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna kíkir í fyrsta bolla til okkar á leið sinni í vinnuna.

Forstjóri samskiptamiðilsins Telegram var handtekinn í Frakklandi um helgina en frönsk stjórnvöld segja eftirlitsleysi á miðlinum ýta undir alvarlegt glæpsamlegt athæfi. Við ætlum ræða við Tryggva Frey Elínarson, stjórnanda hjá Datera og samfélagsmiðlasérfræðing, um þennan miðil og áhrif hans.

Það sem átti vera 8 daga geimferð amerísku geimfaranna Sunitu Williams og Barry Wilmore hefur þegar orðið yfir tveggja mánaða leiðangri. NASA tilkynnti um helgina til stæði senda Boeing Starliner farið þeirra ómannað til jarðar. Dvölin verður því mun lengri hjá Sunitu og Barry en áætlað er Space X Crewdragon-far komi þeim heim í febrúar á næsta ári. Sævar Helgi Bragason kíkir til okkar í spjall um málið..

Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Við ætlum ræða vopnaburð ungmenna vegna stunguárása á Menningarnótt um helgina.

Við förum síðan yfir íþróttir helgarinnar eins og alltaf á mánudögum.

Enn á þurfum við fylgjast með loftgæðum þegar gos er hafið. Í dag er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt á gosstöðvunum. Mengun frá gosinu og gróðureldum dreifist því væntanlega um Reykjanesskaga, hennar gæti orðið vart um tíma m.a. í Svartsengi, Reykjanesbæ og Vogum. Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun lítur við hjá okkur.

Tónlist:

Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.

The black keys - Lonely Boy.

Unnsteinn Manuel Stefánsson, GDRN - Utan þjónustusvæðis.

Birnir - Út í geim.

Eilish, Billie - Birds of a Feather.

Sébastien Tellier - Divine.

FLOTT - Þegar ég verð 36.

Lady GaGa - Born This Way.

Frumflutt

26. ágúst 2024

Aðgengilegt til

26. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,