Morgunútvarpið

Act alone, Ferguson dagur, endómetríósa, verklag í tengslum við heimilisofbeldi og fréttir vikunnar

Hin árlega listahátíð Act alone fer fram um helgina á Suðureyri. Hátíðin er 20 ára í ár og er á dagskrá leiksýningar, tónleikar, myndlist og ritlist svo eitthvað nefnt. Vestfirsk slagsíða er á dagskránni þar sem hátíðin hefur ávallt verið haldin á Vestfjörðum. Elfar Logi Hannesson sagði okkur betur hvað verður í gangi á hátíðinni.

Á Hvanneyri í Borgarfirði verður svokallaður Ferguson dagur á Landbúnaðarsafni Íslands á morgun. Dagurinn er hluti af opnum dögum sem hafa verið yfir sumarið hjá safninu í samstarfi við Ferguson félagið. Ragnhildur Helga Jónsdóttir safnstjóri sagði okkur meira um þetta.

Það eru ekki ýkja margir læknar sem sérhæfa sig í sjúkdómnum endómetríósu hér á landi, en einhverjir þó. Einn þeirra er Hildur Guðjónsdóttir, kvensjúkdómalæknir sem flutti til Íslands síðasta sumar eftir átta ára búsetu í Svíþjóð. Hún starfar í dag á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mikil vitundavakning hefur orðið um endómetríósu undanfarin ár, en talið er ein af hverjum tíu konum séu með sjúkdómum. Við heyrðum í Hildi og ræddum störf hennar - og greiningar og meðferð endómetríósu.

Karlmaður sem er ákærður fyrir bana sambýliskonu sinni á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir hafa beitt hana ofbeldi rúmum tveimur mánuðum áður en hún lést. Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð, kom til okkar og ræddi heimilisofbeldi og verklag í tengslum við það. Hvort hægt gera betur í koma í veg fyrir saga þolenda heimilisofbeldis endi svona.

Og eins og vanalega á föstudögum fórum við yfir fréttir vikunnar með góðum gestum. Í dag komu til okkar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir borgarfulltrúi og sálfræðingur og Bjarni Snæbjörnsson leikari og rithöfundur.

Lagalisti:

SPpilverk þjóðanna - Græna byltingin

10 CC - Dreadlock Holiday

Mammaðín - Frekjukast

Ed Sheeran - Eyes Closed

Seal - Crazy

Wham! - Everything She Wants

Frumflutt

9. ágúst 2024

Aðgengilegt til

9. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,