• 00:27:01Ein með öllu á Akureyri
  • 00:37:25Haukur Arnþórsson um ákvörðun ríkissaksóknara
  • 00:53:32Vindorkuver
  • 01:22:51Bankareikningar

Morgunútvarpið

Ein með öllu, ákvörðun ríkissaksóknara, vindorkuver og fjármálaspjall

Við héldum áfram taka púlsinn á þeim hátíðum sem fram fara um Verslunarmannahelgina sem er fram undan. Í dag hringdum við norður á Akureyri en þar fer fram hátíðin Ein með öllu. Halldór Kristinn Harðarson, einn af Vinum Akureyrar, sagði okkur frá umfangi og undirbúningi hátíðarinnar og við hverju gestir mega búast.

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt það til við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara tímabundið úr starfi, eftir hann lét hjá líða bæta ráð sitt í kjölfar áminningar. Ástæðan eru ummæli vararíkissaksóknara í opinberri umræðu, sem hann hefur viðhaft meðal annars um flóttafólk. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kom til okkar og ræddi þetta mál.

Vindorkuver voru til umræðu í þættinum í gær, þegar Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom og ræddi undirskriftalista sem hópurinn Mótvindur stendur fyrir, þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi heimila ekki stóriðju í vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Skorað er á löggjafann skapa sterkan lagaramma til vernda orkuinnviði landsins. Þau Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, komu til okkar, en þau eru bæði í umhverfis- og samgöngunefnd.

Og við fengum Björn Berg Gunnarsson til okkar í lok þáttar í fjármálaspjall. Hann ræddi bankareikninga; hvaða bankareikningar henta hverjum og við hvaða aðstæður.

Lagalisti:

Greifarnir - Sumarnótt

The Police - Roxanne

Jamiroquai - Virtual Insanity

Gabriels - One and only

Birkir Blær Óðinsson - Leaders

Mammaðín - Frekjukast

Fleetwood Mac - Rhiannon (Will You Ever Win)

GDRN - Ævilangt

Frumflutt

31. júlí 2024

Aðgengilegt til

31. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,