Öllu verður tjaldað til á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið enda á hátíðin 150 ára afmæli í ár. Ýmislegt verður gert til að minnast tímamótanna. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, var á línunni.
Dómsmálaráðherra sagði í samtali við okkur í gær að Inga Sæland og Flokkur fólksins hefði gripið það sem hún sagði í Eldhúsdagsumræðum í júní og lagt fram eigin breytingatillögu á útlendingafrumvarpi og gagnrýnt sig og stjórnarmeirihlutann fyrir að hafa ekki samþykkt þá tillögu. Lagatæknilegir gallar á tillögunni hafi komið í veg fyrir samþykki meirihlutans á því. Við heyrðum í Ingu Sæland.
Stofnað hefur verið til undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að heimila ekki stóriðju í vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Þess er krafist að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing verði í almannaeigu til framtíðar. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur er meðal þeirra sem fer fyrir undirskriftalistanum og kom til okkar.
Og við fengum Guðmund Jóhannsson til okkar með sitt hálfsmánaðarlega tæknihorn í lok þáttar.
Lagalisti:
Todmobile - Brúðkaupslagið
Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson - Horfðu á björtu hliðarnar
Eyjaa - You only say you love me when you're drunk
Tame Impala - Let It Happen
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir - Töfrar
Terence Trent D'Arby - Wishing Well
Chappell Roan - Good Luck, Babe!
Karl Orgeltríó - Strútalógík
Flott - L'amour