Skötumessan í Garði hefur verið fastur liður meðal fólks suður með sjó undanfarin 20 ár. Um það bil 500 manns mæta til að fagna Þorláksmessu að sumri og gæða sér á skötu og öllu sem því fylgir. Allt er þetta gert til að styrkja gott málefni en um hundrað milljónir hafa safnast á þessum 20 árum. Skötumessan er næsta miðvikudag. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, sagði okkur betur frá þessari veislu. Þá kom fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í skoðannakönnunum við sögu líka.
Flestir kannast við stefnumótaforritið Tinder en ef til vill eru mun færri sem þekkja Bænder. Við rákum nefnilega augun í það í Bændablaðinu að það hafði verið útbúin heilsíða með eins konar stefnumótaauglýsingum fyrir bændur. Sumsé, eins konar bænda-Tinder: Bænder. Sveinn Óli Friðriksson, kúabóndi á Stóra-Ósi í Miðfirði er einn þeirra sem setti auglýsingu á Bænder. Við ræddum við hann um makaleitina, líf hans og störf.
Donald Trump, fyrrverandi forseta bandaríkjanna og forsetaframbjóðenda Replúblikana, var sýnt banatilræði á laugardagskvöldið á bandarískum tíma. Hann slapp með sár á eyra sem sýnir hversu litlu munaði og bandaríska þjóðin er í losti. En hvaða áhrif hefur þetta banatilræði á forsetakosningarnar sem fara eiga fram í nóvember nk. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum var á línunni hjá okkur.
Almarr Ormarsson kom til okkar af íþróttadeildinni og fór yfir það helsta úr heimi íþróttanna með okkur.
Fækkun ferðamanna hefur verið til umræðu, það er að segja að gistinóttum hafi fækkað í ár og tekjur af greininni þar með minnkað. Þingvellir halda þó sinni stöðu - umferð þangað virðist ekki mikið minni og svo virðist sem ferðamenn vilji alltaf heimsækja þennan sögufræga stað, enda margt þar að skoða. Það birtist viðtal við Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörð í fjölmiðlinum FF7.is um helgina, þar sem hann talaði um mikinn ágang ferðamanna á Þingvöllum og ekkert lát þar á - og vangaveltur um aðgangsstýringu. Við heyrðum í Einari og ræddum þetta við hann.
Lagalisti:
Valdimar Guðmundsson & Memfismafían - Okkar eigin Osló
Blind Melon - No rain
Sigrid - Sucker Punch
The Allergies & Marietta Smith - Take Another Look At It
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér
Jack Johnson - Better Together
Dua Lipa - Illusion
Spandau Ballet - To cut a long story short