Morgunútvarpið

02.07.2024

Sagt var frá því í fréttum í gær Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætli ákæra Boeing fyrir svikastarfsemi. Heimildir hermi þó ráðuneytið muni bjóða Boeing semja um sættir við litla hrifningu ástvina þeirra hundraða sem fórust í tveimur flugslysum fyrir fimm árum. Hallgrímur Indriðason fréttamaður hefur kafað ofan í málefni Boeing og rakti málið fyrir okkur.

Fréttir bárust af því síðustu viku hundar af ungversku veiðihundakyni séu grunaðir um kattardráp í Laugardalnum. Þá hafa borist fréttir af því í tvígang síðustu daga hundur hafi tryllst og bitið fólk. Við fengum til okkar Hönnu M. Arnórsdóttur hjá Dýraspítalanum í Garðabæ til ræða atferli hunda og hvað það er sem getur valdið svona hegðan hjá þeim.

Í nýjasta Bændablaðinu er sagt frá því eldpiparrækt á Íslandi hafi stóraukist á mjög skömmum tíma. Nokkuð sem hefði varla talist mjög vænlegt til vinnings fyrir ekki svo löngu. Óli Finnsson eldpiparræktandi við í Heiðmörk í Laugarási sagði okkur betur frá því.

Fólki fallast hendur þessa dagana verði það fyrir því óláni veikjast eða þurfa á læknisaðstoð halda. Víða er alls ómögulegt panta tíma hjá heimilislækni og nýlega var síðdegisvaktin lögð af í þeirri mynd sem hún hefur hingað til verið rekin. Hvað segir formaður Félags heimilislækna um málið? Margrét Ólafía Tómasdóttir var á línunni.

Ísland varð í fyrsta skipti í sögunni Norðurlandameistari undir 20 ára karla eftir sigur gegn Finnlandi á dögunum og í gær hófst Norðurlandamót U18 drengja og stúlkna. Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, kom til okkar og ræddi körfubolta framtíðarinnar.

Tónlist:

Flott - Með þér líður mér vel.

Paul Simon- Still Crazy After All These Years.

Bubbi Morthens - Dansaðu.

Seal - Crazy.

Jónfrí og Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.

Trúbrot - My Friend And I.

Billie Eilish - Birds of a Feather.

Peter Gabriel - Solsbury Hill.

Shaboozey - A Bar Song (Tipsy).

Frumflutt

2. júlí 2024

Aðgengilegt til

2. júlí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,