Morgunútvarpið

Magnús Tumi, Loftgæði, Víðir Reynisson, Geysir og Sjómannadagurinn

Við fórum yfir nýjustu upplýsingar og stöðuna á gosinu á Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesi með Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi.

Varað var við mögulegri gosmengun sem gæti janvelt teygt sig til Höfuðborgarsvæðisins í dag. Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun fór yfir málið með okkur.

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá Almannavörnum, var á línunni og fór yfir fyrstu verkefni viðbragðsaðila í dag sem verða skoða skemmdir á innviðum. Rafmagnslaust er í Grindavík eftir loftlínan var tekin úr rekstri í gær vegna þess hraun stefndi henni.

Við hringdum austur á Geysi í Haukadal og forvitnuðumst um framkvæmdir sem þar hófust nýlega. Gera á nýja göngustíga og gönguleiðir meðal annars. Og þá þarf loka hluta hverasvæðisins á meðan framkvæmdir standa yfir. Við heyrðum í Valdimari Kristjánssyni, sem er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, og spurðum hann nánar útí þessar framkvæmdir sem og umgegnina við Geysissvæðið almennt.

Sjómannadagurinn í Reykjavík fer fram úti á Granda á sunnudaginn kemur. Sjómannadagshátíðin “Sjóarinn síkáti” sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung verður á þessu ári við Reykjavíkurhöfn í ljósi aðstæðna í bænum. Elísabet Sveinsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sjómannadagsins í Reykjavík og Anna Björk Árnadóttir, skipuleggjandi viðburða og eigandi Eventum viðburðafyrirtækis, sögðu okkur aðeins af dagskránni.

Lagalisti:

Friðrik Dór - Bleikur og blár

Steve Miller Band - Abracadabra

Grace Jones - Slave to the Rhythm

Páll Óskar - Stanslaust stuð

Bríet - Rólegur kúreki

Emilína Torrini - Jungle Drum

David Kushner - Daylight

Bubbi Morthens - Simbi Sjómaður

Frumflutt

30. maí 2024

Aðgengilegt til

30. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,