Morgunútvarpið

Kvikmyndahátíðin Filma, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, gervigreind og einmanaleiki og Grindvískur körfubolti.

Kvikmyndahátíðin Filma verður haldin í dag og á morgun í Bíó Paradís. Þar sýna nemendur Kvikmyndalistadeildar Listaháskóla Íslands verk sín almennum áhorfendum í fyrsta skiptið. Þá meinum við í alfyrsta skiptið því kvikmyndadeildin er glæný. Álfheiður Richter Sigurðardóttir og Jóna Gréta Hilmarsdóttir eru báðar nemendur við deildina og sögðu okkur allt af létta.

Í gær fór fram Loftlagsdagurinn þar sem Umhverfisstofnun bauð til fundar í Hörpu. Meðal gesta þar var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orkuráðherra sem var inntur eftir því hvar aðgerðaráætlun Íslands í loftlagsmálum er stödd. Hún hefur ekki enn litið dagsins ljós þrátt fyrir langt liðið á kjörtímabilið. Þá spurði verkefnastjóri Orkuseturs á fundinum hvort Íslendingar væru hættir við orkuskiptin. Guðlaugur kemur til okkar ræða málin.

Á sama tíma og sumir sérfræðingar vara við samskiptum mannfólks og gervigreindar eru aðrir sem segja þar liggja einstök tækifæri. Ekki síst þegar kemur þeirri miklu áskorun sem einmanaleiki mannsins er. Hvað vitum við um þessi mál og hvaða áhrif getum við enn haft á þróunina? Ársæll Màr Arnarsson prófessor við menntavísindasvið ræddi málin við okkur.

Í kvöld ræðst hvort Valur eða Grindavík verði Íslandsmeistari í körfuknattleik karla þegar oddaleikur liðanna verður leikinn á heimavelli Vals. Þeir Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFG og Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík til 40 ára og fyrrum þingmaður, komu til okkar til ræða hvað þessi árangur liðsins hefur gert fyrir samstöðunna og sálina hjá Grindvíkingum.

Tónlist:

FLOTT - L'amour.

Hozier - Too Sweet.

Bryan Ferry - Dont stop the dance.

Sálin hans Jóns míns- Hvar Er Draumurinn?

Jonas Brothers - Sucker.

KK - Á æðruleysinu.

New radicals - You Get What You Give.

Frumflutt

29. maí 2024

Aðgengilegt til

29. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,