Morgunútvarpið

Stýrivaxtaákvörðun, hjólað í vinnuna, okkar heimur, tap Spotify, neyðarkall Guterres og Reykjavíkurmaraþon.

Stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans var tilkynnt í morgun. Í hádegisfréttum í gær kom fram fjármálaráðherra teldi ekkert því til fyrirstöðu Seðlabankinn lækki stýrivexti. Hann sagði jafnframt vísbendingar um hávaxtastefna bankans komi í veg fyrir verðbólgan hjaðni. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og doktor í fjármálum mætti í spjall um málið.

Í dag hefst átakið Hjólað í vinnuna í tuttugasta og annað sinn en átakið er á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. Linda Laufdal og Þórarinn Alvar Þórarinsson frá ÍSÍ komu til okkar.

Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda og var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn í þessari stöðu hér á landi. Sigríður Gísladóttir, framkvæmdarstjóri og einn stofnanda Okkar heims kom til okkar.

Þrátt fyrir yfirburðarstöðu á markaði streymisveitna hefur Spotify aldrei skilað hagnaði. Við ræddum fjármál í tónlistarbransanum við Björn Berg Gunnarsson.

Í gær biðlaði Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til allra sem gætu mögulega haft áhrif á stjórnvöld í Ísrael gera allt sem í þeirra valdi stæði til stöðva enn frekari hörmungar. Hann sendi neyðarkallið ekki út ástæðulausu. Við fórum yfir stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Reykjavíkurmaraþonið fagnar 40 ára afmæli í ár og í tilefni þess verður öllu til tjaldað til gera hlaupið sem glæsilegast. Þá verður því einnig fagnað 40 ár eru liðin frá því Fríða Bjarnadóttir hljóp fyrst íslenskra kvenna maraþon á Íslandi. Við fengum til okkar þau Hrefnu Hlín Sveinbjörnsdóttur frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, ÍBR, og fyrrum þingmanninn Vilhjálm Bjarnason, sem hefur hlaupið yfir 30 hálf maraþon.

Tónlist:

BUBBI - Dansaðu.

COLDPLAY - Speed Of Sound.

GDRN - Háspenna.

LEON BRIDGES - Beyond.

GDRN - Háspenna.

STING - Shape Of My Heart.

PELICAN - Jenny darling.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

8. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,