Hvað ertu að lesa?

Dúndurskot í dymbilviku: Fótboltasagan mikla og kvikmyndagerð

Í þessum þætti af Hvað ertu lesa? eru Embla og Karitas orðnar mjög spenntar fyrir páskunum, sem eru á næsta leiti. Þær hita upp fyrir sjónvarpshámhorfið með því fjalla um bókina Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason. Þættirnir, sem gerðir voru upp úr bókinni árið 2018, eru nefnilega á dagskrá RÚV um páskana og þess vegna er það leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson sem er gestur þeirra þessu sinni. Bragi leikstýrði þáttunum og myndinni upp úr bókinni, en þar fyrir utan hefur hann leikstýrt fjölskyldumyndum á borð við Algjör Sveppi og leitin Villa og Birta. Bókaormurinn Magnús Máni kíkir svo auðvitað við til segja okkur hvernig honum fannst bókin.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hvað ertu að lesa?

Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur barnabókum á einn eða annan hátt, ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Þættir

,