Hvað ertu að lesa?

Sagan af Tracy Beaker og þýðingar

Í þessum þætti af Hvað ertu lesa? kynnast Embla og Karitas henni Tracy Beaker, aðalpersónunni í fyrstu bókum breska rithöfundarins Jacqueline Wilson. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, sem þýddi flestar ef ekki allar bækur Wilson sem komið hafa út á íslensku, kíkir við og útskýrir hvernig þýðingar virka. Bókaormurinn Úrsúla Bergþórudóttir Bragadóttir kemur líka og ræðir skoðanir sínar á bókunum. Embla prófar hvort Karitas þekkir muninn á þýddum bókum og íslenskum og þær stöllur kíkja líka á bókamarkaðinn á Laugardalsvelli.

Frumflutt

11. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hvað ertu að lesa?

Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur barnabókum á einn eða annan hátt, ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Þættir

,