Frjálsar hendur

Sagt frá Gunnari Th. Oddssyni

Árið 1936 birtist frétt í Norðablaðinu Degi, þar sem sagt var frá Gunnari Th. Oddssyni, sjötugum íslenskum hlaupara í Vesturheimi. Hann fæddist í Nes-hjáleigu í Loðmundarfirði 1865. Þegar hann var gamall maður í Vesturheimi ritaði hann svolítið kver með sjálfsævisögu sinni og fylgdi henni úr hlaði með þessum orðum:

„Þó ég taki penna í hönd til rita ferðasögu mína yfir lífshafið, finn ég vel mig vantar flest af því sem nauðsynlegt er við ritstörf. Mentun hef ég enga. Íslenzka tungu kann ég ekki rita lítalaust, hvorki málfræðis- hugsunarfræðilega. [...] Auðvitað líta margir svo á æfisögur fátækra alþýðumanna séu ekki þess virði rita þær eða gefa út. Hafi ekkert bókmenntalegt gili. [...] Vel veit ég það, í sögu minni er ekki um neina stórviðburði ræða. Engar stjórnmálaryskingar eða umbótabyltingar. Engin spennandi æfintýri eða glæsilegar ferðalýsingar um in sólríku suðurlönd. Nei, ekkert þess háttar, aðeins heimaunnin almúgamannsstörf. Sókn og vörn í baráttu hans fyrir eigin tilveru við öfl náttúrunnar og erfiðleika lífskjaranna.“

Þetta eru orð sönnu, nema hvað sjálfsævisaga Gunnars er í allri sinni hlédrægni reyndar bæði mjög læsileg og einkar fróðleg lýsing á ævistríði almúgafólks í Loðmundarfirði á síðari hluta 19. aldar.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Frumflutt

19. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þættir

,