Fjórar vikur verða liðnar á morgun frá mannskæðum árásum Hamas á Ísrael. Ísraelsmenn lýstu yfir stríði og hafa gert enn mannskæðari árásir á Gasa. Nú berast fréttir af því að þeir hafi umkringt Gasaborg. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur ræddi við okkur um stöðuna.
Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu sagði okkur frá rannsóknum sínum um tengdamömmur sem menningarfyrirbæri, en hann hefur rýnt í orðræðu um tengdamömmur og rýnt í það af hverju ímynd þeirra hefur oft á sér neikvæðan blæ.
Á sunnudaginn verður haldið upp á 90 ára afmæli Hvolsvallar, sem er tiltölulega ungt þéttbýli og sérstakt að því leyti að þar var hvorki byggt upp við sjó né árfarveg. Ísólfur Gylfi Pálmason er fyrrverandi sveitarstjóri og kemur að hátíðahöldum helgarinnar ? hann fór yfir söguna með okkur.
Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Kingston Trio, The - Tom Dooley.
Egill Ólafsson, Hernández, Lizzy - ¿Estoy aquí? (am I here?).
Lester Young - Teddy Wilson Quartet - All of me.
Hljómar - Fyrsti kossinn.
Frumflutt
3. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.