Morgunvaktin

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, saga Möðruvalla og stórtæk áform á Vestfjörðum

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og með var honum Magnús Þorkell Bernharðsson, doktor og prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Til umræðu var ástandið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.

150 ár eru í dag síðan Friðriksgáfa, hús amtmannsins á Möðruvöllum í Hörgárdal, brann. Þetta var hvorki fyrsti síðasti húsbruninn á prests- og menntasetrinu Möðruvöllum; brunasagan er raunar með miklum ólíkindum. Við hringdum til Möðruvalla og spjölluðum við Odd Bjarna Þorkelsson prest sem þar hefur þjónað í verða tíu ár. Við töluðum um söguna en líka um lífið og tilveruna, og trúna.

Og úr Eyjafirðinum leiðin vestur á firði. Hjá Vestfjarðastofu er unnið markvisst kynningu landshlutans til laða fjárfestingu sem nýtir gæði og náttúruauðlindir á ábyrgan hátt. Í þessu augnamiði hefur nýjum vef verið hleypt af stokkunum; slóðin er Inwest.is - vaffið er tvöfalt; þetta er leikur orðum og stöfum. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, sagði okkur frá þessu en gangi öll áform eftir þarf meðal annars byggja um eittþúsund íbúðir á næstu árum.

Tónlist:

Haukur Morthens, Tríó Jörn Grauengård - Suður um höfin.

Haukur Heiðar Ingólfsson og félagar - You belong to me.

Ljótu hálfvitarnir - Paradísarmissir.

Frumflutt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,