ok

Morgunvaktin

Stjórnmál á Grænlandi og í Þýskalandi og snjallsímalaus lífsstíll

Kosið er til þings á Grænlandi í dag. Spurningin um sjálfstæði hefur verið alltumlykjandi, en Grænlendingar ganga þó að kjörborðinu með ýmis önnur mál í huganum. Geir Oddsson, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Nuuk á Grænlandi, ræddi um kosningamálin og framtíð Grænlands.

Í Þýskalandi er unnið að stjórnarmyndun eftir kosningarnar í febrúar. Viðræður eru komnar á rekspöl og ef marka má stjórnmálaskýrendur hyggjast leiðtogar væntanlegra stjórnarflokka beita brögðum til að koma stefnumálum í framkvæmd. Arthur Björgvin Bollason fór yfir þetta.

Svo var hjá okkur Stefán Bogi Sveinsson, sem fyrir nokkrum mánuðum hætti að nota snjallsíma. Það þykir nokkuð merkilegt því mörg erum við háð snjallsímum - eða því sem í þeim er; öllum öppunum sem veita okkur aðgang að svo mörgu.

Tónlist:

Glenn Gould - Songs without words [úrval] : 1. Op.19 no.1 in E major : Andante con moto.

Robert Plant og Alison Krauss - Through the morning, through the night.

Adèle Viret Quartet - Made in.

Frumflutt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,