Morgunvaktin

Erlend málefni, óveðrið í Mývatnssveit og verkfallið í Færeyjum

Í Heimsglugganum ræddi Bogi Ágústsson við Jón Orm Hallldórsson um úrslit kosninganna á Indandli og í Suður-Afríku. Einnig var stuttlega rætt um kosningabaráttuna í Bretlandi.

Óveður hefur geisað á Norður- og Austurlandi síðustu daga. Ólöf Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Vogafjósi í Mývatnssveit, sagði frá veðrinu og áhrifum þess á menn og málleysingja í sveitinni.

Verkfall hefur staðið í Færeyjum frá 11. maí. Þjóðlífið hefur raskast mjög líkt og Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Þórshöfn, rakti í spjalli.

Tónlist:

Funky staircase - Mezzoforte,

Around the world - Bing Crosby,

Swinging on a star - Bing Crosby,

Dream a little dream of me - Bing Crosby,

Out towards the sea = Ut mot havet - Norwegian Radio Orchestra,

Good morning heartache - Billie Holiday,

Vaya con dios - Bing Crosby,

Cadê o boi - Tavinho Moura.

Frumflutt

6. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,