Morgunvaktin

Heimsglugginn, Sjávarklasinn og brunabótamat

Alexei Navalny hefur bæst í hóp andstæðinga Pútíns Rússlandsforseta sem deyja beint eða óbeint - vegna andstöðunnar við forsetann. Við fórum yfir nokkur dæmi um þessi andlát þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Við ræddum líka um nýja stefnu Grænlands í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum þar sem stefnt er aukinni samvinnu meðal annars við Ísland.

Margar spurningar hafa vaknað tengdar virði og mati á fasteignum í tengslum við uppkaup ríkisins á íbúðahúsnæði í Grindavík. Um 600 umsóknir um endurmat á brunabótamati hafa borist vegna eigna í bænum. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnum ræddi við okkur um brunabótamat og umsögn stofnunarinnar um frumvarp um uppkaup fasteigna í Grindavík.

Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans ræddi við okkur um nauðsyn þess efla nýsköpun í bláa hagkerfinu - í sjávarútvegi. Þó margt hafi breyst til hins betra í nýtingu fiskafurða enn gera betur. Hún sagði okkur líka frá stefnumóti fjárfesta og frumkvöðla hjá Sjávarklasanum og fleiri verkefnum sem miða því tengja saman hugmyndir og peninga í bláa hagkerfinu.

Bye, bye blackbird - Kristjana Stefánsdóttir

Årets gang -Sigurður Flosason, Cathrine Legardh

Zaz - Sous le ciel de Paris

Frumflutt

22. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,