Morgunvaktin

Bresk stjórnmál, íslensk list í Berlín og Circolo Scandinavo

Kosið verður til breska þingsins 4. júlí. Hjörtur J. Guðmundsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, ræddi um stöðu Rishi Sunaks, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, og helstu stefnumál flokksins.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthur Björgvin Bollason um niðurstöður Evrópuþingskosninganna í Þýskalandi. Stjórnarflokkarnir fengu skell. Hann sagði líka frá sýningum á verkum tveggja íslenskra myndlistarkvenna í Berlín, þeirra Katrínar Ingu og Önnu Líndal, og ræddi stuttlega við þær og einnig Guðnýju Guðmundsdóttur sem starfrækir gallerí í borginni.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um norrænu listamannaresidensíuna Circolo Scandinavo í Róm. Hún hefur verið starfrækt frá 1860 en glímir við fjárhagserfiðleika og býður því tugi teikninga eftir þekkta norræna listamenn til kaups hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen.

Tónlist:

Restless mind - Marius Ziska,

Lush life - Sarah Vaughan,

Rio bravo - Dean Martin,

Something - Bítlarnir,

Soft winds - Niels-Henning Ørsted Pedersen og Oscar Peterson.

Frumflutt

11. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,