Morgunvaktin

Miðaldafræði, gamlar jólahefðir og fiðlutónar

Úti í hinum stóra heimi er alveg hreint merkilega mikill áhugi á íslenskum menningararfi. Árlega sækja í kringum 70 manns um skólavist í Háskóla Íslands í meistaranám í íslenskum miðaldafræðum. Við ræddum um þennan mikla áhuga hér á eftir við prófessorana Harald Bernharðsson og Torfa Tulinius.

Jólin nálgast og - fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt. Gamlar íslenskar hefðir þegar kemur jólunum eru fjölmargar, sumum hefur verið haldið á lofti alla tíð en öðrum höfum við gleymt. Helga Vollertsen, safnafræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, þekkir vel til jólahefða og sögunnar, og hún spjallaði við okkur.

Svo var Magnús Lyngdal með okkur og fjallaði um sígilda tónlist. Fagrir fiðlutónar ómuðu og hann sagði okkur frá David Oistrakh.

Tónlist:

Frank Sinatra - Fly me to the moon.

Björk Guðmundsdóttir - Jólakötturinn.

Frumflutt

12. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,