Morgunvaktin

Heimsglugginn, listir undir jökli og gervigreind í krabbameinsrannsóknum

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Stjórnmál í Bretlandi voru einkum á dagskrá en flokksþing og landsfundir flokkanna eru haldnir þessa dagana. Dönsk, sænsk og norsk málefni voru einnig rædd.

Svo hringdum við vestur á Snæfellsnes og heyrðum af menningu og listum undir Jökli. Bjarni Sigurbjörnsson myndlistamaður á Hellissandi var á línunni.

Við fjölluðum svo um nýjustu tækni og vísindi. Getur gervigreind gagnast í heilbrigðisþjónustu? Valdís Gunnarsdóttir Þormar sem notar gervigreind við þróun nýrrar og nákvæmrar greiningaraðferðar fyrir brjóstakrabbamein. Valdís er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og sagði okkur frá.

Tónlist:

Helena Eyjólfsdóttir - Í rökkurró.

Þorvaldur Halldórsson - Undranáð.

Gunnar Randversson - Autumn leaves.

Vamp - Tir n'a noir.

Frumflutt

26. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,