Morgunvaktin

Netglæpir, lofthræðsla og þjóðbúningar

B

Glæpamenn hafa tileinkað sér tæknina og fremja glæpi í síauknum mæli gegnum internetið. Netið gefur þeim færi á fremja glæpi yfir landamæri. Slíkt hefur verið höfuðverkur laganna varða; hvað getur lögreglan á Íslandi gert ef þrjóti langt, langt í burtu tekst hafa af mér fé. Fyrir liggja drög alþjóðasamningi sem unnin hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er bæta samstarf ríkja gegn netglæpum. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði frá þessu.

Menningarmálastofnun SÞ, UNESCO, staðfesti fyrr í sumar Heimilisiðnaðarfélagið sem viðurkennd félagasamtök. Það þýðir Heimilisiðnaðarfélagið telst mikilvægt við varðveita, viðhalda og miðla óáþreifanlegum menningararfi. Kristín Vala Breiðfjörð er formaður Heimilisiðnaðarfélagsins og hún sagði okkur frá því hvernig þetta kom til og hvað þetta þýðir.

Við fjölluðum líka um það heldur leiðinlega fyrirbæri lofthræðslu. Margir kannast við hana, lofthræðsla getur verið gagnleg þegar við erum hátt uppi og þurfum virkilega passa okkur á detta ekki en stundum, og kannski oft, er hún með öllu tilefnislaus tilfinning. Gunnlaugur Pétursson sálfræðingur ræddi þessi mál við okkur árið 2023 og viðtal við hann var endurleikið.

Tónlist:

Anne Grete Preus - Fryd.

Marius Ziska - While you were dreaming.

Frumflutt

14. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,