Morgunvaktin

Litlu jólin á Morgunvaktinni

Morgunvaktin hélt litlu jólin í þætti dagsins. Leikin voru fjölmörg jólalög, jólasögur voru lesnar og við rifjuðum upp jólastemmninguna á Þorláksmessu árið 1949.

Rætt var við Jón Ármann Gíslason, sóknarprest í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli og prófast í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmi um jólin og trúarlífið.

Þá slógum við á þráðinn til Valþórs Atla Birgissonar, formanns Björgunarfélags Ísafjarðar. Hann var við vinnu í snjómokstri og við ræddum um snjóinn og færðina, um störf björgunarsveitarinnar og um skötuveisluna sem haldin er ár hvert. Valþór á von á mörgum í skötuna í ár, en bragðar ekki á henni sjálfur.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Elly Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jólasnjór.

Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Hvít jól.

Laufey, Jones, Norah - Better Than Snow.

Laufey, Jones, Norah - Have Yourself A Merry Little Christmas (bonus track wav).

Young, David, Samuels, Dave, Fuller, Jerry, Lofsky, Lorne, Peterson, Oscar - White christmas.

Wonder, Stevie - Someday at Christmas.

Ragnhildur Gísladóttir - Þorláksmessukvöld.

Ellen Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Yfir fannhvíta jörð.

Hilda Örvars - Vetrarsálmur.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,