Í Heimsglugganum var einkum fjallað um stríðið í Úkraínu. Bogi Ágústsson fékk til sín Val Gunnarsson sagnfræðing sem fylgist grannt með gangi mála.
Það var hvasst í Grundarfirði í morgun en að sögn Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra gleyma Grundfirðinga fljótt illviðrisdögum en muna blíðviðrið. Hún spjallaði líka um Kirkjufellið sem dregur fjölmarga erlenda gesti til Grundarfjarðar eftir að ein tiltekin ljósmynd fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir fáeinum árum. Einnig var rætt um Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem nú hefur starfað í 20 ár og hefur mikla samfélagslega þýðingu fyrir Snæfellsnes.
Út er komin bókin Söngur ljóðstafanna. Í henni fjallar Ragnar Ingi Aðalsteinsson, skáld og fræðimaður, um bragfræði en hún hefur verið hans helsta áhugamál frá því hann var strákur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal.
Tónlist:
Sónata eftir Brahms - Rudolf Serkin og Adolf Busch.
Frumflutt
5. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.