ok

Morgunvaktin

Kína, Brussel og sýning á fölsuðum málverkum

Þó að tímabundið hlé sé komið á tollastríð í heiminum er sú ekki raunin milli Bandaríkjanna og Kína. Tollarnir á báða bóga eru yfir 100%. Hvernig horfir þetta mál, og yfirlýsingar ráðamanna, við almenningi í Kína? Hver eru áhrifin þar? Við ræddum það við Hafliða Sævarsson, verkefnastjóra á alþjóðasviði Háskóla Íslands og stundakennara, hann þekkir vel til í Kína og hefur kennt um sögu og efnahag Kína.

Tollar komu líka við sögu þegar Björn Malmquist sagði okkur tíðindi frá Evrópu. Björn fór líka yfir nýjustu atburði í Úkraínu, og sagði okkur frá myndlistarsýningu í Brussel.

Í síðasta hluta þáttarins var svo rætt við sýningarstjórana Dagnýju Heiðdal og Ólaf Inga Jónsson, en á laugardaginn var opnaði sýning í Listasafni Íslands á fölsuðum verkum. Það tengist auðvitað stóra málverkafölsunarmálinu, og markmiðið með sýningunni og námskeiði sem einnig verður haldið, er að vekja fólk til vitundar og læra að þekkja fölsuð listaverk.

Tónlist:

Rúnar Júlíusson - Er þú gengur inn í vorið.

Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig.

Frumflutt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,