Morgunvaktin

Forsetaembættið og grín, staða Icelandair og gömul tónlist og ný

gera grín forseta Íslands? Já, það í dag en þótti óviðeigandi fyrir ekki svo löngu síðan. Leikið var viðtal frá 2016 við Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumann um forsetaembættið og grín. Einnig var leikið brot úr þáttaröðinni Kjóstu betur þar sem umsjónarmenn ræddu við Guðna Th. Jóhannesson.

Staða Icelandair, sem sagði 82 upp störfum í vikunni, var til umfjöllunar í ferðaspjalli með Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra FF7. Útlitið í ferðaþjónustunni, dýr fargjöld í innanlandsflugi og aðgerðir Evrópusambandsins til stemma stigu við ægivaldi booking.com á bókunarmarkaði var líka á dagskrá.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um tónlist. Magnús Lyngdal Magnússon, tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu sagði frá dæmum um notkun síðari tíma dægurlagahöfundar á stefjum úr verkum eldri tónskálda.

Tónlist:

Real House - Adianne Lenker,

Raindrops keel fallin' on my head - B.J. Thomas,

Vorblik - Pálmi og Dísa,

Here, there and everywhere - Göran Söllscher,

Blues before sunrise - Ray Charles.

No other love - Jo Stafford.

Anneie's song - John Denver,

Frumflutt

31. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,