13:00
Ég langömmu á
Seinni þáttur
Ég langömmu á

Árið 1913 var Guðbjörg Bjarnadóttir ritstjórafrú á Ísafirði, hamingjusöm í hjónabandinu, vel efnuð og fimm barna móðir. En á þessu eina ári hrundi allt. Eiginmaður Guðbjargar, Kristján H. Jónsson, dó úr krabbameini, allar eigur varð að selja fyrir skuldum og Guðbjörg hafði ekki annað úrræði en að láta fjögur barna sinna í fóstur, hér og þar um landið, og gerast sjálf vinnukona með eitt barnið með sér. Samt missti hún hvorki kjarkinn né lífsgleðina. Guðbjörg var langamma umsjónarmanns þáttarins, Unu Margrétar Jónsdóttur, og í þessum tveimur þáttum segir Una Margrét sögu hennar allt frá því að Guðbjörg fæddist utan hjónabands árið 1877, barn bónda og vinnukonu hans, og þar til hún dó níræð að aldri árið 1967.

Lesarar: Hanna María Karlsdóttir, Gunnar Hansson og Halla Harðardóttir.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,