Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Í þættinum voru meðal annars spiluð brot úr Morgunvaktinni þar sem rætt var um heimilislækningar og verkefni næstu ríkisstjórnar. Viðar Halldórsson velti fyrir sér hvers vegna líðan fólks væri ekki meira áberandi í umræðunni og 2 fráfarandi þingmenn lýstu lífinu á þingi. Auk þess voru spiluð brot úr Forystusætinu og úr frambjóðendaspjalli Morgunútvarpsins.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, móðir þriggja drengja, bókormur og klarínettuleikari í laumi, er viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur. Guðlaug hefur nýlega lokið samningalotu fyrir hönd BHM og tekur ferðalaginu á eyðibýlið fagnandi með eftirlætistónlistina, góða bók og einn sérvalinn grip til viðbótar í farangrinum.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um ár í tónlistarsögunni sem verður að teljast að mörgu leyti sorglegt, að minnsta kosti settu sorglegir atburðir svip á þetta ár þegar litið er til fjögurra merkra tónskálda. Tónskáldin eru systkinin Felix og Fanny Mendelssohn og hjónin Robert og Clara Schumann, og árið er 1847. Öll tónlist sem flutt verður í þessum þætti er samin það ár eða tengist því. Þar á meðal eru þættir úr píanótríóum eftir Clöru Schumann og Fanny Mendelssohn, konsertþáttur í f-moll eftir Clöru Schumann, sönglagið "Auf der Wanderschaft" (Á veginum) eftir Felix Mendelssohn og söngdúettinn "Wiegenlied am Lager eines kranken Kindes" (Vögguljóð við rúmstokk hjá veiku barni) eftir Robert Schumann. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Bílddælingurinn Valdimar Gunnarsson segir frá Bíldudal æsku sinnar. Þá stóð Bíldudalur í blóma, baunaverksmiðjan fræga var við lýði, margir rækjubátar og fleiri fiskibátar gerðir úg og þar fram eftir götunum. Síðan hefur byggðinni hnignað mjög og líklega hvergi fækkað eins mikið í íslensku sjávarþorpi á síðari árum. Brottfluttum Bílddælingum sveið þetta og vildu gera eitthvað til að hressa gömlu heimabyggðina við. Þá var sett af stað bæjarhátíðin Bíldudals grænar og upp úr henni spratt hugmyndin um Skrímslasetur sem síðan er orðið að veruleika. Valdimar lýsir þeirri uppbyggingu og hvernig setrið hefur aukið og bætt sjálfsmynd Bílddælinga. Nú er komin kalkþörungavinnsla þar, eitt fyrirtæki byrjað með laxeldi og annað í startholunum og framtíðin björt að mati Valdimars. Þá segir Tolli (Þorlákur Morthens) frá lífi farandverkafólks sem vann í fiskvinnslu á áttunda og níunda áratugnum, menningunni kringum það, misjöfnum aðbúnaði og baráttu fyrir betri kjörum.
Veðurstofa Íslands.
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Heimilin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að skólagöngu barna en það eru ekki öll börn sem búa við þær aðstæður að þau njóti þess stuðnings sem þau þurfa á að halda. Norræn rannsókn bendir til þess að það þurfi að bæta ýmislegt sem fram fer innan veggja skólans.
Viðmælendur í þætti sex eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurður Sigurðsson og tveir þroskaþjálfar.
Guðsþjónusta.
Séra Aldís Rut Gísladóttir þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti og söngstjóri er Lára Bryndís Eggertsdóttir.
Kór Grafarvogskirkju og Vox populi syngja undir stjórn Láru Bryndísar.
Ritningarlestra lesa Helga Lind Valgeirsdóttir og Mikael Gísli Ívarsson. Bænir lesa Ólafur Sverrisson og Ellen Símonardóttir
TÓNLIST:
Fyrir prédikun:
Upphafssálmur 218. Kom, voldugi andi. Texti: Helen Kennedy / Arinbjörn Vilhjálmsson. Lag: Skoskt þjóðlag og Margaret Martin-Hardie.
Dýrðarsöngur 265. Þig lofar, faðir, líf og önd. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Lag: Frá10. öld. Nicolaus Decius. Schumann.
Sálmur milli lestra 327. Þökk sé þér, ó, Guð. Texti: Sálm. 136.1. Lag: Jacques Berthier – Taizé.
Lofgjörðarvers 731. Faðir vor, þín eilíf elska vakir. Texti: Sigurbjörn Einarsson. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson.
Guðspjallssálmur 586. Nú fagnar þú, fátæka hjarta. Texti: Einar M. Billing 1922, Sigurbjörn Einarsson. Lag: Þýskt lag frá 16. öld – Sænsk kóralbók.
Eftir prédikun:
Sálmur 416. Ó, vef mig vængjum þínum. Texti: Lina Sandell/Magnús Runólfsson. Lag: Sænskt þjóðlag, úts. Anders Öhrwall
Sálmur 287. Þinn vilji, Guð. Texti: Patrick Matsikenyiri / Kristján Valur Ingólfsson. Lag: Patrick Matsikenyiri.
Sálmur 571. Leitið Guðs ríkis. Texti: Karen Lafferty / Jónas Gíslason. Lag: Karen Lafferty.
Kórsöngur undir altarisgöngu: Ave verum corpus. Latneskur hymni Wolfgang Amadeus Mozart.
Lokasálmur 246a. Nú gjaldi Guði þökk. Martin Rinckart / Helgi Hálfdánarson. Lag: Martin Rinckart.
Eftirspil: Nun danket alle Gott. Lag: Sigfrid Karg-Elert.
Útvarpsfréttir.
Vinna við hækkun varnargarða og kælingu á hrauni við Svartsengi gengur vel og er útlitið betra en það var í gærkvöldi. Verktakar leggja þó ekki árar í bát heldur verður unnið áfram næstu sólarhringa.
Dregið hefur mikið úr virkni miðgígsins í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hraun flæðir samt áfram meðfram varnargörðum í Svartsengi.
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefðu viljað ganga lengra á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í gær. Hart var deilt um niðurstöðu ráðstefnunnar og telja margir hana vonbrigði.
Tæplega sextán þúsund hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi alþingiskosningum. Kjörsókn er svipuð og í kosningunum fyrir þremur árum.
Oddviti L-lista í Langanesbyggð hefur sagt sig úr sveitarstjórninni eftir áratuga starf. Persónuleg óvild og hagsmunapólitík gerir honum ókleift að búa áfram í sveitarfélaginu.
Óánægju gætir meðal Ásatrúarmanna um að félag þeirra gerist aðildarfélag Landverndar. Sett hefur verið af stað undirskrifasöfnun til að reyna að snúa ákvörðuninni.
Hollendingurinn Max Verstappen varð í morgun sjötti ökuþórinn til að vinna fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu eitt kappakstrinum.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða dveljum við í Noregi og kynnumst norsku konungsfjölskyldunni sem hefur verið mikið í fréttum. Í síðari hluta þáttarins einbeitum við okkur að borginni Þrándheimi, tengslum hennar við Ísland og kíkjum á safn.
Árið 1913 var Guðbjörg Bjarnadóttir ritstjórafrú á Ísafirði, hamingjusöm í hjónabandinu, vel efnuð og fimm barna móðir. En á þessu eina ári hrundi allt. Eiginmaður Guðbjargar, Kristján H. Jónsson, dó úr krabbameini, allar eigur varð að selja fyrir skuldum og Guðbjörg hafði ekki annað úrræði en að láta fjögur barna sinna í fóstur, hér og þar um landið, og gerast sjálf vinnukona með eitt barnið með sér. Samt missti hún hvorki kjarkinn né lífsgleðina. Guðbjörg var langamma umsjónarmanns þáttarins, Unu Margrétar Jónsdóttur, og í þessum tveimur þáttum segir Una Margrét sögu hennar allt frá því að Guðbjörg fæddist utan hjónabands árið 1877, barn bónda og vinnukonu hans, og þar til hún dó níræð að aldri árið 1967.
Lesarar: Hanna María Karlsdóttir, Gunnar Hansson og Halla Harðardóttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
November - Peter Herbolzheimer
Novembre (November): Troïka (Troika) - P Tchaikovsky - V Ashkenasy
Horfðu ekki eftir veginum í einmanaleika þínum og taktu ekki á rás eftir vagninum.
Nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Iiro Rantala
November - Mathias Eick
November - Max Richter - Mari Samuelsen
November - Jonas Fjeld , Hennink Kvitnes
November - Terje Gewelt
Nóvember - Þorgr Jónss - Sunna GUnnlaugs trío - Ancestry
annað nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
Skíðaferð í nóvember - Jón Hlöðver Áskelsson /Böðvar Guðmundsson- Kristinn Sigumndsson og Daníel Þorsteinsson
November - Trentemöller
November steps - T Takemitsu
November - Tom Waits
þriðja nóvemberljóð - Ingibjörg Haraldsdóttir
November - Jacky Terrason
November - Michael Kiedaisch, Eberhard Hahn - Terra incognita 1996
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Verið er að breyta dæmasetningum í Oxford-orðabókinni, til dæmis þar sem koma fram athugasemdir um útlit kvenna, sem hafa ekkert með orðskýringar að gera. En hvernig er þetta í íslenskri tungu og íslenskum orðabókum?
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Í þættinum voru meðal annars spiluð brot úr Morgunvaktinni þar sem rætt var um heimilislækningar og verkefni næstu ríkisstjórnar. Viðar Halldórsson velti fyrir sér hvers vegna líðan fólks væri ekki meira áberandi í umræðunni og 2 fráfarandi þingmenn lýstu lífinu á þingi. Auk þess voru spiluð brot úr Forystusætinu og úr frambjóðendaspjalli Morgunútvarpsins.
Veðurstofa Íslands.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Ástrós Hind Rúnarsdóttir, bókmenntafræðingur og sviðslistakona. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Ástrós talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Intermezzo e. Sally Rooney,
Just Kids e. Patti Smith,
The Empty Space e. Peter Brook,
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson.
Guðrún Eva Mínervudóttir,
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum,
A Room of One's Own e. Virginia Woolf
Af nokkrum bandarískum tónlistarfrumkvöðlum.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Áður flutt: 2004.
Í þættinum er fjallað um bandaríska tónskáldið Henry Cowell (1897-1965).
Rætt er við fræðimanninn og stjórnandann Joel Sachs.
Lesari er Freyr Eyjólfsson.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Í kórastarfi gegnir sjónin stóru hlutverki, en er þó ekki fullkomlega ómissandi, eins og fram kemur hjá viðmælendum þáttarins. Rætt er við þau Gísla Leifsson og Dagbjörtu Andrésdóttur um lífið með sjónskerðingu, bæði innan og utan kórastarfsins.
Umsjón: Davíð Hörgdal Stefánsson
Veðurstofa Íslands.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Sönghópurinn Voces 8 flytur A pile of dust eftir Jóhann Jóhannsson í útsetningu Benjamin Rimmer.
Trio con Brio Copenhagen flytur Píanótríó nr. 1 í c-moll, Poème, op. 8 (1923) eftir Dmitríj Shostakovitsj.
Martin Fröst leikur á klarínettu ásamt félögum úr Tale kvartettinum, þau flytja Kvartett fyrir klarínettu og stroktríó (1993) eftir Krzysztof Penderecki
Þættir verksins eru:
1. Adagio
2. Vivacissimo
3. Serenade: Tempo di valse
4. Larghetto
Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó, Glacial Pace eftir Hauk Tómasson.
Barbara Hannigan sópran syngur með Emerson-stengjakvartettinum og Bertrand Chamayou sem leikur á píanó. Þau flytja Chanson perpétuelle, op. 37 eftir Ernest Chausson.
Lise Davidsen sópran syngur Dich, teure Halle, úr fyrsta atriði annars þáttar óperunnar Tannhäuser WWW 70 eftir Richard Wagner. Með leikur Hljómsveitin Fílharmónía (Philharmonia Orchestra) undir stjórn Esa-Pekka Salonen.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Erlingur Björns í Hljómum fékk afmæliskveðju, 16 ára Steve Ellis söng af fítonskrafti og glóðvolgt íslenskt efni leit dagsins ljós. Gamla efnið auðvitað á sínum stað og nóg af því!
Útvarpsfréttir.
Vinna við hækkun varnargarða og kælingu á hrauni við Svartsengi gengur vel og er útlitið betra en það var í gærkvöldi. Verktakar leggja þó ekki árar í bát heldur verður unnið áfram næstu sólarhringa.
Dregið hefur mikið úr virkni miðgígsins í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hraun flæðir samt áfram meðfram varnargörðum í Svartsengi.
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefðu viljað ganga lengra á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í gær. Hart var deilt um niðurstöðu ráðstefnunnar og telja margir hana vonbrigði.
Tæplega sextán þúsund hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi alþingiskosningum. Kjörsókn er svipuð og í kosningunum fyrir þremur árum.
Oddviti L-lista í Langanesbyggð hefur sagt sig úr sveitarstjórninni eftir áratuga starf. Persónuleg óvild og hagsmunapólitík gerir honum ókleift að búa áfram í sveitarfélaginu.
Óánægju gætir meðal Ásatrúarmanna um að félag þeirra gerist aðildarfélag Landverndar. Sett hefur verið af stað undirskrifasöfnun til að reyna að snúa ákvörðuninni.
Hollendingurinn Max Verstappen varð í morgun sjötti ökuþórinn til að vinna fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu eitt kappakstrinum.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Nýjan ellismell vikunnar átti Alison Moyet en lagið heitir Such Small Ale. Eitís plata vikunnar varWhenever you need somebody frá 1987 með Rick Astley og topplagið í Bandaríkjunum á þessum degi, 24. nóvember árið 1985, var lagið Separate lives með Phil Collins og Marilyn Martin.
Lagalisti:
Dikta - Thank You.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Elle King - Ex's And Oh's.
Myrkvi - Glerbrot.
13:00
Helgi Björnsson - Ég Skrifa Þér Ljóð Á Kampavínstappa.
Bloodhound Gang - The Bad touch.
The Housemartins - Happy Hour.
Taylor Swift - Lover.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Brot úr Árið er 2019:
Of Monsters & Men - Wild Roses.
Of Monsters & Men - Wars.
Árný Margrét - I miss you, I do.
Bubbi Morthens - Skríða.
Zedd ásamt John Mayer - Automatic Yes.
Elín Hall - Hafið er svart.
Alison Moyet - Such Small Ale.
Honeydrippers - Sea Of Love.
Júlí Heiðar og PATRi!K - Heim.
14:00
Á Móti Sól - Einveran.
Michael Kiwanuka - The Rest Of Me.
Terence Trent D'Arby - Wishing Well.
Sabrina Carpenter - Taste.
The Band - The Weight.
Robbie Robertson - Somewhere Down The Crazy River.
Stuðmenn - Í Bláum Skugga.
Faye Webster - After the First Kiss.
Måneskin - Beggin'.
Phil Collins og Marilyn Martin - Separate lives.
Retro Stefson - Minning.
Mumford & Sons - Little Lion Man.
James Morrison - I Need You Tonight.
15:00
Greifarnir - Nú finn ég það aftur.
Blues Traveler - Run-around.
Malen - Anywhere.
Rick Astley - Never Gonna Give You Up.
Rick Astley - Together forever.
Gigi Perez - Sailor Song.
Hall & Oates - I Can't Go For That (No Can Do).
The Verve - The Drugs Don't Work.
Ezra Collective og Yazmin Lacey - God Gave Me Feet For Dancing.
Queen - A winter's tale.
Travis - Side.
Morgan Wallen - Love Somebody.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
*Við förum bakviðs með Andrea Frey Viðarssyni í Madrid og hittum Evan Dando úr Lemonheads. Andri Freyr Viðarsson gerð sér ferð til Spánar á dögunum til að sjá hann og heyra.
** Við heyrum viðtal við Norsku feminista black-metal hljómsveitina Witch Club Satan sem var hér á Íslandi um daginn, – við náðum þeim á hestbaki.
*** Herve Riesen útvarpsstjóri Franska ríkisútvarpsins, FIP, var hér á Iceland Airwaves og segir okkur hvað honum fannst best og áhugaverðast við hátíðina.
**** Margrét Arnardóttir er með söfnun fyrir drauma-nikkunni á Karolina fund. Rokkland hitti hana í Ægi 220 í Hafnarfirði í gær í sándtékki fyrir tónleika með Söru Blandon.
***** Sandra Derian er frá San Fransisco. Hún er sannkallaður Íslands-vinur sem kom á fyrstu Iceland Airwaves hátíðina 1999, aftur 2000 og kom svo í þriðja sinn til Íslands 2001 á Reykjavík Mini Festival – þar sem Sigur Rós spilaði t.d.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Í þætti kvöldsins kynntumst við tónlistarkvárinu Francis Laufkvist sem semur tónlist undir nafninu Laufkvist. Hán kom í stúdíó 0, spjallaði við Bjarna um tónlistina sína, félagsfræði og tók svo tvö lög í lifandi flutning. Hlustendur ættu að geta nálgast myndband af þessum flutningi á instagram síðu Ólátagarðs @olata.gardur bráðlega.
Gestaplötusnúðurinn og Íslandsvinurinn Aliza, einnig þekkt sem Ímynda eða DJ Súpa Dagsins var svo við stjórnvölinn í seinni hluta þáttarins. Hún spilaði sína uppáhalds grasrótar tónlist bæði frá Íslandi og Seattle fyrir okkur.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Flesh Machine - Nothing Never Happens
Múr - Múr
Ari Árelíus - Skemmtikraftur
K.óla - Treysta á mig
Undur - Romeoo
tomi g - núna
Laufkvist - Míml
Laufkvist - lítið jamm
Laufkvist - Light Post
Laufkvist - Lauf falla um haust (lifandi flutningur í Ólátagarði 24.11.2014)
Laufkvist - Deep within the forest (lifandi flutningur í Ólátagarði 24.11.2014)
[tónlistarsúpa dagsins]
Trailer Todd - Skjálfhent
Lucy Patané - Ustedes
Mei Semones - Dangomushi
lúpína - alein
Chong the Nomad - Lend Me Your Ears
Black Ends - Suppin’ on Strange
Dreymandi Hundur - Blind bisexual goose named thomas who spent six years in a love triangle with two swans and helped raise 68 babies dies at the ripe old age of 40
BSÍ - lily (hot dog)
Beautiful Freaks - Don’t Heal
Lemon Boy - Guitar Center (Sucks)
Börn - Höggin dynja
Blanco Teta - La Luz
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Hatari veldur usla í Eurovision, Huginn og Herra snúa bökum saman og Of Monsters & Men ná topp 10 í Bandaríkjunum í þriðja sinn. Vök er í myrkrinu með poppplötu ársins, Cell7 snýr aftur með hip-hop plötu ársins og Grísalappalísa kveður með rokkplötu ársins. Helgi Hrafn stendur á krossgötum, Birnir er allgáður og vakandi, Munstur gerir tilraunir, Joey Christ er 100P jákvæður en Hjálmar hætta að anda. Blóðmör burstar Músíktilraunir með líkþorni en Gugusar er rafheili keppninnar og Between Mountains breytist úr dúói í einsmanns hljómsveit. Bubbi röltir um regnbogans stræti, sumargleðin er við völd hjá Gumma Tóta, ClubDub fokkar upp klúbbnum en Sin Fang heldur sorglegt partí.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Vök - Erase You
Vök - Autopilot
Vök - Night & Day
Vök - In The Dark
Vök - Spend The Love
Vök - Fantasia
Jón Jónsson - Draumar geta ræst
GDRN - Hvað er ástin
Munstur - Threshold
Munstur - Tveir fuglar
Munstur - Gotta Get In Love
Munstur - Doesn’t Really Matter
Munstur - Sublime
Tryggvi - Allra veðra von
Snorri Helgason - Við strendur Mæjorka
Máni Orrason - I Swear It’s True
Bjartmar Guðlaugsson - Eyjarós
Birnir - PBS
Birnir - Besti minn
Birnir ft. Lil Binni - BRB Freestyle
Friðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað
Hatari - Hatrið mun sigra
Huginn og Herra Hnetusmjör - Klakar
Herra Hnetusmjör og Huginn - Sorry mamma
Herra Hnetusmjör og Huginn - Hetjan (remix)
Hnetusmjör og Bo - Þegar þú blikkar
Helgi Hrafn Jónsson - Lofa mér
Helgi Hrafn Jónsson - Intelligentle
Helgi Hrafn Jónsson & Emilíana Torrini - Crossroads
Sykur - Kókídós
Sykur - Svefneyjar
Between Mountains - Open Grounds
Between Mountains - What Breaks Me
Between Mountains - September Sun
Between Mountains - Little Lies
Between Mountains - Into The Dark
Of Monsters & Men - Wild Roses
Of Monsters & Men - Wars
Of Monsters & Men - Waiting For The Snow
Of Monsters & Men - Alligator
Of Monsters & Men - Wild Roses
Joey Christ - 100P
Joey Christ - 1-10
Joey Christ - Jákvæður
Hjálmar - Allt er eitt
Hjálmar - Fyrir þig
Hjálmar - Hættur að anda
Ásgeir Trausti - Græðgin
Hjálmar - Græðgin
Hjálmar - Hvað viltu gera ?
Cell7 - City Lights
Cell7 - Peachy
Sin Fang - Hollow
Sin Fang - No Summer
Sin Fang - Constellation
Gummi Tóta - Án þín
Gummi Tóta - Sumargleðin
Gummi Tóta - Það ert þú
ClubDub - Fokka upp klúbbnum
ClubDub - Hvar er partý
ClubDub & Salsakommúnan - Aquaman
Grísalappalísa - Týnda rásin 1
Grísalappalísa - Þurz 2
Grísalappalísa - Í fýlu
Grísalappalísa - Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin)
Blóðmör - Líkþorn
Ásta - Hvít lygi
Ásta - Sykurbað
Gugusar - If You Wanna Go
Gugusar - I’m Not Supposed To Say This
Bubbi - Regnbogans stræti
Bubbi - Skríða
Bubbi & Halldóra Katrín - Án þín
Bubbi - Límdu saman heiminn minn
Bubbi - Velkomin